Bleiki dagurinn er í dag

Bleiki dagurinn 2023 er haldinn um allt land í dag og voru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku eða hafa bleikt í fyrirrúmi til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. 

Krabbameinsfélagið hvetur alla til að sýna konum sem hafa þurft að glíma við krabbamein stuðning með því að taka þátt. Hægt er að klæðast bleiku, halda bleikt boð eða borða eitthvað bleikt. 

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar lét sitt ekki eftir liggja og tók Reynir Brynjarsson, viðhaldsskipulagsstjóri hjá Landhelgisgæslunni sig til á dögunum og opnaði lítið söluútibú Bleiku slaufunnar hjá Landhelgisgæslunni. Sá rekstur tókst sérlega vel og hefur Reynir þurft að venja komur sínar að undanförnu í húsnæði Krabbameinsfélagsins til að fylla á birgðirnar því salan fór fram úr björtustu vonum.

DEILA