Ísafjarðarbær: 36 m.kr. hækkun útgjalda á velferðarsviði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur afgreitt til bæjarstjórnar viðauka við fjárhagsáætlun sem eykur útgjöld á velferðarsviði um 36 m.kr. Framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga aukast á móti um rúmlega 34 m.kr. og endurgreiðslur Bolungavíkur og Súðavíkur hækka um 1,8 m.kr. Áhrif á fjárhagsáætlun ársins verða því engin.

Kostnaður vegna notendasamninga, NPA, hækkar um 20 m.kr. og akstur á búsetuúrræði við Sindragötu hækkar um 6,3 m.kr. Sérfræðikostnaður hækkar um 2 m.kr. og hjá barnavernd hækkar launakostnaður um 8 m.kr.

DEILA