Vatnslaust á Urðarvegi og víðar

Óhapp varð í framkvæmdum í Urðarvegsbrekku rétt í þessu og lögn var grafin í sundur. Ekki er fullvíst hvaða afleiðingar þetta hefur eða hversu lengi þær vara, en það sem þó er vitað er að Urðarvegur er vatnslaus. Öruggt má telja að vatnstruflanir nái víðar, en ekki er vitað nákvæmlega hversu víðtækar þær eru eða hversu langvarandi þær verða.​

Uppfært kl. 13:54

Gerð hefur verið bráðabirgðaviðgerð á vatnslögn sem fór í sundur í Urðarvegsbrekku í morgun og ætti vatn nú að flæða með eðlilegum hætti í efri bænum. Þar sem viðgerðin er eingöngu til bráðabirgða, má búast við því að taka þurfi vatn af öllum Ísafirði einhvern næstu daga og verður reynt að gera það seint að kvöldi til að valda sem minnstum óþægindum. Það verður auglýst sérstaklega þegar þar að kemur.

DEILA