Gufudalssveit: lægsta tilboð 300 m.kr. undir áætlun

Fimm tilboð bárust í nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 3,6 km kafla milli Hallsteinsness og Skálaness, fyllingar. Innifalið í verkinu er bygging um 119 m langrar bráðabirgðabrúar á Gufufjörð.

Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2025.

Áætlaður verktakakostnaður er 1.134.000.000 kr.

Lægsta tilboð barst frá Borgarverki ehf., Borgarnesi og var það 837.943.000 kr. eða 73,9% af áætlun.

Næst lægst bauð Norðurtak ehf. og Skútaberg ehf., Akureyri 995.292.900 kr.

Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði bauð 1.194.592.091 kr. sem er um 60 m.kr. hærra en kostnaðaráætlun.

Ístak hf., Mosfellsbæ bauð 1.361.933.843 kr. og hæsta tilboðið kom frá Íslenskum aðalverktökum hf., Reykjavík 1.551.472.490 kr.

DEILA