Rekköfun: 91 lax veiddur sem talinn er eldislax

Langadalsá. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í svörum Fiskistofu við fyrirspurn Bæjarins besta kemur fram að alls hafi verið veiddur 91 lax með rekköfun sem talinn er eldislax. Allir hafa þeir verið sendir til Hafrannsóknastofnunar til greiningar.

Laxarnir hafa veiðst í 12 ám. Flestir voru veiddir í Hrútafjarðará eða 32. Átján laxar veiddust í Ísafjarðará og tíu laxar í Miðfjarðará.

Í öðrum ám var niðurstaðan þessi:

Laxá í Refasveit 8 laxar, Miðfjarðará 7 laxar, Staðará 5 laxar. Í Langadalsá fengust 4 laxar, í Laxá í Dölum veiddust 3 laxar og einn í Hvannadalsá, Víðidalsá, Haukadalsá og Húseyjarkvísl.

Farið var í 18 ár og fundust ekki eldislaxar í 6 þeirra. Það voru Laxá á Ásum, Svartá, Flekkudalsá, Búðardalsá, Staðarhólsá og Hvolsá.

DEILA