Íslenskunámskeið í Háskólasetri

Nemendur á íslenskunámskeiði. Mynd: Háskólasetur Vestfjarða.

Undanfarna viku hefur staðið yfir íslenskunámskeið við Háskólasetrið. Námskeiðið er vikulangt og er svokallað Crash Course námskeið. Þetta námskeið hefur verið í boði í byrjun árs í nokkur ár en einnig er hægt að sækja það í maí og ágúst.
Að þessu sinni sækja sex nemendur sækja námskeiðið og koma þeir frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Finnlandi og Þýskalandi. Tveir nemendanna eru búsettir á Vestfjörðum en flestir hinna nemendanna koma gagngert til Íslands og Ísafjarðar til að sækja námskeiðið.

brynja@bb.is

DEILA