Fjórðungsþingi Vestfirðinga lokið

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Reykhólahreppi er formaður Fjórðungssambands-ins.

Fjórðungsþingi Vestfirðinga lauk fyrir skömmu í Félagsheimili Bolungavíkur með afgreiðslu ályktana. Þingið var vel sótt af sveitarstjórnarmönnum en þó var enginn fulltrúi frá Kaldrananenshreppi að þessu sinni. Fjórir þingmenn mættu en fjórir ekki auk þess sem forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga komu og fylgdust með þingstörfum.

Þingfulltrúum var boðið í gær skoðunarferð um Bolungavík og kynntu sér Drimlu, nýja laxasláturhús Arctic Fish og fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf.

Samstaða var um afgreiðslu ályktana. Fram komu tvær tillögur um forgangsröð jarðganga í fjórðungnum. Frá sveitarstjórn Strandabyggðar sem lagði til að Álftafjarðargöng yrðu næstu jarðgöng og frá sveitarstjórnum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar sem vildu að jarðgöng um Hálfdán og Mikladal yrðu næst.

Niðurstaða þingsins varð að samþykkja hefja undirbúning og hönnun við báða kostina samhliða og að framkvæmdir hæfust að því loknu.

Frá Fjórðungsþinginu í Bolungavík.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA