Arctic Fish opnar nýja skrifstofu

Vinir og velunnarar Arctic Fish mættu á formlega opnun skrifstofunnar í gær.

Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish opnaði formlega nýja skrifstofu við Aðalstræti á Ísafirði í gær. Fyrirtækið er með starfsemi sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum og stefnir á mikinn vöxt á næstu árum, eins og umsóknir um aukið sjókvíaeldi bera vitni um. Fyrirtækið er er í umhverfismatsferli fyrir 7.600 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi og í vikunni var auglýst starfsleyfistillaga fyrir 6.800 tonna laxeldi í Tálknafirði og í Patreksfirði og fyrirtækið er með fisk í sjó í Dýrafirði. Arctic Fish hefur einnig staðið fyrir mikilli uppbyggingu í botni Tálknafjarðar en þar er að rísa ein fullkomnasta seiðaeldisstöð veraldar.

Þingmaðurinn Guðjón Brjánsson ræðir málin við Shiran Þórisson, fjármálastjóra Arctic Fish.

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, bæjarfulltrúarnir Daníel Jakobsson og Jónas Þór Birgisson og Gunnar Þórðarson starfsmaður Matís.

 

DEILA