Tvíbytnan Ági á leiðinni til Íslands

Nýi báturinn, tvíbytnan Ági, sem KJ hefur byggt fyrir Arnarlax á Íslandi, var tekin um borð í Runavík í Færeyjum í flutningaskipið Hvítanes á leið til Þorlákshafnar. Á leiðinni frá Þorlákshöfn til heimahafnar sinnar á Patreksfirði verður farið um Reykjanes, Faxaflóa og Breiðafjörð.
Ági, 62. Tvíbytnan sem skipasmíðastöðin KJ í Færeyjum smíðaði, mælist 15 metra að lengd og 8,5 metra að breidd. Hann er útbúinn með tveimur 500 hestafla John Deere vélum og hliðarskrúfu. Í báðum síðum er 65 tonna Palfinger krani og glussakerfi, sem tryggja bestu vinnuskilyrði fyrir áhöfnina um borð.
Ólavur Asafson Olsen, forstjóri hjá KJ, segir að smíði tvíbytnunnar fyrir Arnalax sé til marks um mikinn framgang KJ á alþjóðlegum markaði. „Við smíðuðum nýlega tvíbytnu fyrir Háafells á Íslandi og nú erum við að smíðan annan fyrir Arnalax, sem er sjötta skipið okkar fyrir íslensk fiskeldisfyrirtæki. Við erum staðráðnir að halda okkar hlut og treysta okkur sem birgi þessari grein,“ sagði Olsen.
Hin hraða uppbygging fiskeldis á Íslandi gerir það að verkum að KJ býður upp á búnað og uppsetningu hans fyrir tvær eldisstöðvar á Íslandi, aðra á vegum Samherja í Kópaskeri og hina fyrir Háafell í Nauteyri í Ísafjarðardjúpi. Núna eru 15 starfsmenn KJ starfandi við þessi verkefni á Íslandi.

DEILA