Flateyri: samningur um verkefnastjóra framlengdur um ár

Frá Ólafstúnshátíðinni í sumar. Mynd:Páll Önundarson.

Ísafjarðarbær og Innviðaráðuneytið hafa gert samkomulag um að framlengja starf verkefnisstjóra á Flateyri um eitt ár. Samningurinn var gerður apríl 2020 og gilti til þriggja ára. Gildir samningurinn nú til 30. apríl 2024.

Launakostnaður eykst um 7,3 m.kr., annar kostnaður um 708 þús.kr. og styrkir frá ríkinu hækka um 3 m.kr. Framlag Ísafjarðarbæjar eykst því um 5 m.kr.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt kostnaðinn fyrir sitt leyti og fer málið til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

DEILA