Bolungavík: 16 umsóknir um 22 lóðir

Teikning af fyrirhugaða Lundahverfi í Bolungavík.

Umsóknarfrestur um lóð í Lundahverfi í Bolungavík rann út fyrir helgina. Alls bárust 16 umsóknir um þær 22 lóðir sem auglýstar voru. Sótt var um einbýlis-, raðhúsa- og parhúsalóðir.

Finnbogi Bjarnason, byggingarfulltrúi var ánægður með umsóknirnar. Sagð hann stefna í það að bærinn myndi fara í gatnagerð í öllu hverfinu strax næsta vor.

Umsóknir verða teknar fyrir á fundi umhverfismálaráðs 5. okt. nk.  og geta umsækjendur vænst þess að fá úthlutun fljótlega. „Við stefnum á að lóðir verði byggingarhæfar vorið 2024 og að umsækjendur geti hafið framkvæmdir í framhaldinu.  Umsækjendur geta því nýtt veturinn til að láta teikna og hanna fyrir sig og sótt svo um byggingarleyfi í vor 2024.“ sagði Finnbogi.

DEILA