Vegagerðin efnir til kynningarfunda um matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar.
Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavík, vinnur að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun.
Áætlaður framkvæmdatími er á árunum 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni.
Haldnir verða þrír kynningarfundir um framkvæmdina, á þessu stigi málsins, auk morgunfundar í streymi sem haldinn verður í húsnæði Vegagerðarinnar.
Morgunfundurinn verður haldinn föstudaginn 6. október kl. 9:00-10:15 í Sunnanvindi á 1. hæð í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundinum verður einnig streymt frá facebook-síðu Vegagerðarinnar.
Verki er skipt í umhverfismati í fjóra þætti:
Hluti I: Sæbraut – Gufunes. Tveir valkostir eru til skoðunar fyrir þverun Kleppsvíkur; Sundabrú
og Sundagöng. Þrír valkostir eru til skoðunar fyrir legu Sundabrautar í Gufunesi.
Hluti II: Gufunes – Geldinganes
Hluti III: Geldinganes – Álfsnes
Hluti IV: Álfsnes – Kjalarnes. Tveir valkostir eru til skoðunar fyrir þverun Kollafjarðar; innri og
ytri leið.
Tveir valkostir eru til skoðunar fyrir þverun Kleppsvíkur á hluta I; annars vegar brú yfir höfnina og
Kleppsvík, Sundabrú, og hins vegar jarðgöng undir höfnina og Kleppsvík, Sundagöng. Í Gufunesi eru
aflagðir sorphaugar og koma þrír valkostir til greina fyrir legu Sundabrautar þar, ef Kleppsvík er þveruð
með brú. Einn valkostur gerir ráð fyrir að Sundabraut liggi vestan við haugana, annar að hún liggi yfir
þá á um 800 m kafla og sá þriðji gerir ráð fyrir að Sundabraut fari í jarðgöngum undir Gufunes