Flateyri: nýr björgunarbátur – vígsla á laugardaginn

Nýr björgunarbátur er kominn til Flateyrar. Að sögn Magnúsar Einars Magnússonar formanns björgunarsveitarinnar Sæbjörg er báturinn nýsmíði frá Röfnum.

Báturinn var eitt af málunum í skýrslu sem Flateyrarnefndin skilaði af sér eftir snjóflóðin 2020.

Að sögn Magnúsar voru smíðaðir tveir svona bátar, annar er kominn til Flateyrar og hinn fór til Húsavíkur. Kostnaður við bátinn er um 76 milljónir króna.

Vígsla fer fram á Flateyri á laugardaginn og hefst athöfnin kl 13 og verður við höfnina.

Nýi báturinn, Stella, á siglingu í Flateyrarhöfn og við Sólbakka.

Myndir: Páll Önundarson.

DEILA