Varðskipið Þór er nú með franska farþegaskipið Polarfront í togi frá Grænlandi til Reykjavíkur.
Í síðustu viku var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna farþegaskipsins sem var búið að vera vélbilað innst í Fönfirði, sem er inn af Scorespysundi á Grænlandi, í nokkra daga.
Veður á svæðinu var með besta móti og skipið var við akkeri suður af eyjunni Röd. Vel gekk að koma taug á milli skipanna.
Þegar áhöfnin á Þór lauk störfum á Seyðisfirði á miðvikudag hélt varðskipið til Grænlands. Um tveggja sólarhringa sigling var inn í Fönfjörð.
Gert er ráð fyrir að Þór komi með Polarfront til Reykjavíkur í dag.