Vesturbyggð: vegi breytt á Krossholti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi Langholts-Krossholts. Breytingin felur í sér að breyta legu aðkomuvegar um svæðið en áður skilgreint vegstæði þykir ekki ákjósanlegt vegna bleytu. Afmörkun og stærð tveggja lóða breytast með færslu vegarins. Minnkar önnnur lóðin um 1.100 fermetra og hin lóðin um 2.000 fermetra. Byggingarreitir á lóðunum minnka og verða eftir breytingu 0,8 ha og 1,5 ha í stað 1.32 ha og 1,8 hektara. Neðan við breytta legu vegarins verður skilgreint opið svæði. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.

DEILA