Laxeldi: sleppingar langt undir áhættumati Hafró

Fjöldi eldislaxa af innlendum uppruna sem veiðst hafa frá 2015 til og með 2022 eru 67 samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun. Þar af voru 65 veiddir í ám og tveir í net í sjó. Miðað við forsendur Hafrannsóknarstofnunar um sleppingar mátti búast við að 415 kynþroska eldislaxar gengju upp í ár á þessu átta ára tímabili. Reyndin varð að aðeins 65 laxar veiddust og voru því 85% færri en áhættumatið gerir ráð fyrir.

Langflestir eldislaxarnir veiddust á Vestfjörðum eða 55 og á 3 á Austfjörðum. Aðeins 9 laxar veiddust utan þeirra svæða þar sem fiskeldið er heimilað. Á Vestfjörðum veiddust flestir laxarnir í Arnarfirði eða 47 og þar af 29 í Mjólká, en þar er engin laxastofn.

Áhættumatið gerir ráð fyrir að 2,2 eldislaxar gangi upp í ár fyrir hver 1.000 tonn sem framleidd eru. Árið 2015 er eina árið þar sem fleiri eldislaxar veiddust en áhættumatið áætlar en öll hin árin sjö voru þeir mun færri.

DEILA