Raggagarður: að sligast undan kostnaði við ferðamenn

Óvænt staða er komin upp í Raggagarði í Súðavík, fjölskyldugarðinum sem fjölmargir hafa komið upp með mikilli ósérhlífni og sjálfboðavinnu undir forystu Vilborgar Arnarsdóttur og Halldórs Þórissonar. Í sumar hefur meira borið á því að akandi ferðalangar koma upp að Raggagarði til að nýta sér salernið eingöngu. Einnig ber það nýtt við í sumar að rútur hafa lagt við efri svæði minningarreits á Túngötu. Gestir skipanna ganga upp í Boggutún og sumrir taka mynd af rekaviðarskóginum og dvergunum en ganga svo fram fyrir litlu húsin til að fara á salernið.

„Það er og verður alla mína ævi gjaldfráls / frítt að heimsækja Raggagarð og njóta þess sem hann hefur upp á að bjóða að skoða og leika“ segir Vilborg Arnarsdóttir.

„En þessi litla þjónusta sem við ráðum við að veita eins og salerni fyrir þá sem dvelja lengi í garðinum er farin úr böndunum. 2 til 7 rútur á dag þegar skip eru á ísafirði og stutt pissustopp við minningarreitinn. Þetta er að verða þungur rekstur á salerninu fyrir þjónustu við gesti sem borga ekki krónu upp í pappír eða þrif. Eins hefur þeim fjölgað sem koma úr Djúpinu eða öfugt bara til að nota salernið enda 205 km frá síðasta klósetti á Hólmavík. Er hægt að ætlast til þess af litlu félagi að sjá um innviði innan sveitafélaga eins og salerni. Einu tekjurnar eru dósasöfnun yfir sumarið upp á 300 þús + styrkur í bauk sem á að duga fyrir föstum kostnaði garðsins. Það er orðið spurning að loka salerninu næsta sumar nema til komi fjármagn frá þessum rútufyrirtækjum 150 kr per mann.“

Vilborg segir að salernið sé ekki einu sinni með heitu vatni, né hita „þar sem við vorum eingöngu að hugsa um litlu leiksólakrílin sem stoppa við jafnvel í tvo tíma að leika sér. Samt sem áður er kostnaðurinn við rafmagn á WC húsið, pappír og sápu á ári alls 119.860 kr. en það sem kemur í baukinn sem styrkur er 116.430 kr. Þá er launakostnaður ekki tekin með. Salernisaðstaðan í Raggagarði er bara ætluð gestum sem dvelja í garðinum og njóta hans um stund. EKKI almenningssalerni fyrir keyrandi umferð um djúp og rútur.“

DEILA