Röstin kom til Brjánslækjar í gær

Nýja Breiðafjarðarferjan lagðist að bryggju á Brjánslæk í gær. Skipið er norskt og heitir Röst, en mun væntanlega fá nafnið Baldur. Búi Bjarnason var staddur á Brjánslæk og tók þessar myndir.

Ferjan Röst er smíðuð 1991, tekur 250 farþega, rúmar fimm stóra flutningabíla. Röst er með tvær aðalvélar 2×2500 ha. Skipið er 66 metra langt og 13 metra breitt og skráð 2052 tonn að stærð

Gamli Baldur er smíðaður 1979, 56 metra langt og 11 metra breitt og 1677 tonn.

Röstin fer í slipp þegar hún kemur til Íslands hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði sem átti lægsta boð í breytingar sem þarf að gera til að skipið geti þjónað siglingum á Breiðafirði. Þessar breytingar fela m.a. í sér að koma fyrir nýjum þilfarskrana, landfestuvindum, færa til lyftibjörgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan. Gert er ráð fyrir að hefja reglubundnar siglingar á Breiðafirði seinni hluta október mánaðar.

DEILA