Bolungavík: mikill áhugi á lóðum í Lundahverfi

„Það er ekki hægt að segja annað en að það er mikill áhuga á þessu svæði og Bolungarvík almennt. Mikið er um fyrirspurnir og nú þegar hefur talsvert af umsóknum borist í gegnum þjónustugátt sveitarfélagsins.“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík.

https://www.bolungarvik.is/frettir/viltu-byggja-nyjar-lodir-lundahverfis-i-bolungarvik-eru-lausar-til-uthlutunar

Hann segir að Bolungarvíkurkaupstaður hafi ákveðið að framlengja umsóknarfrest um lóðir í nýju Lundahverfi  Í Bolungarvík til 30.sept n.k. Ástæðan er að misskilningur virðist hafa verið um það hvenær þurfi að greiða gatnagerðargjöldin. Það þarf ekki fyrr en á næsta ári.

Þeir sem fá úthlutað lóð gefst allt að eitt ár til að undirbúa framkvæmdirnar og skila inn teikningum og tilhlýðilegum upplýsingum til byggingarfulltrúa. Í framhaldi af því er hægt að leggja á gatnagerðagjöld og gefa út byggingarleyfi.

Umhverfismálaráð í Bolungarvík mun taka lóðaumsóknir fyrir í fyrstu viku október og því nægilegur tími fyrir áhugasama að sækja um. Umsóknarferlið er rafrænt inná vef Bolungarvíkurkaupstaðar.

Nánari upplýsingar gefur Finnbogi Bjarnason, byggingarfulltrúi Bolungarvíkur.

DEILA