Þorskafjörður: nálgast að hleypa umferð á nýja veginn

Búið er að leggja klæðningu austan megin á nýja vegarkaflann í Þorskafirðinum og vestan megin er klárt undir klæðningu að sögn Sigurþórs Guðmundssonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni. Framundan næstu daga er að tvöfalda klæðninguna austan megin og setja klæðningu vetan megin. Umferð verður þó ekki hleypt á veginn og yfir nýju brúna fyrr en búið verður að setja vegrið, sm eru um 3 km að lengd.

Sigurþór segir að meira sé eftir í Teigsskógi en unnið er af kappi við framkvæmdir.

Myndir: Björn Davíðsson.

DEILA