Í síðustu viku komu 12 nemendur og 4 kennarar frá framhaldsskóla í Helsinki í Finnlandi í heimsókn í Menntaskólann á Ísafirði í svonefndu Erasmus verkefni.
Verkefnið ber yfirskriftina Menning og líf í vatni og fengu gestirnir að kynnast skólanum, nemendum og svæðinu hér í kring.
Dvöldu gestirnir á Ísafirði í rúma viku og sinntu fjölbreyttum viðfangsefnum innan dyra og utan.
Finnsku nemendurnir gistu hjá nemendum Menntaskólans og vonandi verður tækifæri til að endurgjalda heimsóknina með ferð til Finnlands.
Frá heimsókn í Ósvör