Þann 15. september sl. tók til starfa, hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum, nýr löglærður fulltrúi lögreglustjóra, Kristján Óskar Ásvaldsson.
Kristján Óskar, sem starfað hefur sem lögmaður á Ísafirði um árabil, var valinn úr hópi umsækjenda til starfans.
Auk þess að sinna verkefnum á ákærusviði embættisins mun hann einnig koma að öðrum verkefnum, svo sem á sviði samfélagslöggæslu og fl.
Myndin er tekin þegar lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Helgi Jensson, bauð þennan nýja starfsmann embættisins velkominn til starfa