Björgunarsveitin Tindar fá 15 talstöðvar að gjöf

Dagný Finnbjörnsdóttir formaður Hvatar afhendir Atla Jakobssyni formanni Tinda talstöðvarnar.

Á laugardaginn færði kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal björgunarsveitinni Tindum 15 nýjar TETRA talstöðvar að gjöf.

„Stöðvarnar eru gríðarlega mikilvægt öryggisatriði fyrir okkar félaga, nýjar stöðvar koma í stað eldri stöðva sem komnar eru til ára sinna, nýjar stöðvar hafa m.a. lengri rafhlöðu endingu, ná betra sambandi og eru léttari.

Við í björgunarsveitinni er virkilega þakklát með þennan stuðning kvenfélagsins, en þetta er einn stærsti staki styrkur sem Hvatarkonur hafa veitt.“ segir í færslu björgunarsveitarinnar á facebooksíðu sveitarinnar og ennfremur að „kvenfélagið Hvöt hefur alla tíð staðið þétt við bakið á okkur og styrkt okkur rausnarlega i gegnum árin.“

Björgunarsveitin Tindar hélt kvenfélagskonum veglegt kaffiboð í þakklætisskyni.

DEILA