Ísafjörður: kvartað undan skipsflautum

Viking Sky í Sundahöfn í fyrrasumar.

Sveitarfélaginu og starfsfólki sveitarfélagsins hafa borist nokkrar athugasemdir frá íbúum í
sumar vegna komu skemmtiferðaskipa til bæjarins. Athugasemdirnar hafa borist með
tölvupósti og í skilaboðum og athugasemdum á samfélagsmiðlum.

Upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar lagði fram yfirlit yfir athugasemdirnar á fundi hafnarstjónar í vikunni.

Meðal annars hefur verið kvartað undan skipsflautum, sem oft eru þeyttar í kveðjuskyni þegar skip yfirgefa Ísafjarðarhöfn. Er þetta talið óþarfa áreiti og eingöngu ætti að nota skipsflautur þegar nauðsyn krefur.


Einnig hefur verið kvartað undan því að gestir geri þarfir sínar utandyra, en þessar kvartanir bárust áður en salernisgámur var fenginn á Landsbankaplanið.


Þá hafa verið gerðar athugasemdir við mengun frá skipum þegar þau eru í höfn/á akkeri. Mengunarmælar eru staðsettir á tveimur stöðum í Skutulsfirði, í miðbænum og í Holtahverfi.


Svæði meðfram smábátahöfn, frá gatnamótum við Mjósund að Mávagarði, sem sérmerkt var fyrir gangandi var ítrekað notað sem bílastæði, sömu bílar stóðu þar jafnvel dögum saman.

DEILA