Ísafjarðarbær: endurnýjar samning um afnot af reiðhöll á Söndum í Dýrafirði

Horft yfir Sanda og Hóla í Dýrafirði. Mynd: Náttúrustofa Vestfjarða.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að endurnýja samning, sem runninner út við Knapaskjól ehf um afnot af reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði.

Samkvæmt fyrirliggjandi samningi kaupir Ísafjarðarbær 130 tíma á ári í reiðhöllinni til afnota fyrir skóla í Ísafjarðarbæ, sem verðmetnir eru á 500.000 kr. ári. Lagt er til að gerður verði samningur til fjögurra ára.

Skólar í Ísafjarðarbæ hafa heimild til að nýta sér aðganginn fyrir nemendur sína, kennara og/eða gesti.

Samningur þessi tekur gildi frá 1. janúar 2023 og gildir til 31. desember 2026.

Ísafjarðarbær skal tilkynna Knapaskjóli ehf. fyrir 31. desember ár hvert ef bæjarstjórn ákveður að kaupa ekki þjónustu skv. 1. gr. samnings þessa á komandi ári eða kaupa færri tíma sem myndi leiða til lægra þjónustugjalds.

Stjórnarformaður Knapaskjóls ehf er Árni Beinteinn Erlingsson. Samkvæmt ársreikningi félagsins eru tekjur óverulegar en útgjöld um ein milljón auk afskrifta 644 þús kr. Eignir eru bókfærðar á 22 m.kr. og skuldir eru 12 m.kr. Eigið fé var um síðustu áramót hartnær 10 m.kr.

DEILA