Vestfirðir: fækkaði um 8 íbúa í ágúst

Í ágústmánuði fækkaði um átta íbúa á Vestfjörðum og voru 7.442 með lögheimili í fjórðungnum þann 1. september. Það fækkaði í fjórum sveitarfélögum og fjölgaði í tveimur. Í Vesturbyggð fækkaði um 13 manns, um þrjá í Tálknafirði og í Strandasýslu fækkaði um fimm í Kldrananeshreppi og um einn í Strandabyggð. Fjölgun varð um átta manns í Ísafjarðarbæ og um sex í Reykhólasveit.

Þegar litið er til íbúaþróunar frá 1. desember 2022 þá heldur íbúafjölgun haldið áfram á Vestfjörðum. Fjölgað hefur um 72 manns eða 1,0%. Fjölgunin á landinu öllu varð 2,3% og er því jákvæða þróunin á Vestfjörðum þrátt fyrir allt innan við helmingur af landsmeðaltalinu.

Mest er fjölgunin á sunnanverðu landinu, á Suðurlandi fjölgaði um 3,8% og á Suðurnesjum um 4,8% á síðustu 9 mánuðum.

Mest hefur fjölgað í Ísafjarðarbæ eða um 27 manns, um 20 íbúa í Bolungavík og um 16 manns í Vesturbyggð. Þá hefur fjölgað um 11 íbúa í Strandabyggð. Hlutfallslega hefur mest fjölgað í Árneshreppi, Strandabyggð, Reykhólasveit og Bolungavík en fjölgunin er 2% eða meiri í öllum þessum sveitarfélögum.

DEILA