Ísafjrðarbær: launakostnaður 0,6% undir áætlun

Frá starfi vinnuskólans í sumar.

Launakostnaður Ísafjarðarbæjar fyrstu átta mánuði ársins reyndist vera 2.273 m.kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir að hann yrði 2.287 m.kr. Munar 14 m.kr. eða 0,6%.

Velferðarsvið og fræðslusvið voru bæði innan áætlunar en á bæjarskrifstofunni varð launakostnaðurinn 156,4 m.kr. sem er 8,2 m.kr. umfram áætlun eða 6%.

Á velferðarsviðinu varð launakostnaðurinn 461 m.kr. og var 8,5 m.kr. undir áætlun. Þar varð mest frávik í rekstri búsetu á Pollgötunni. Launakostnaðurinn varð 87 m.kr. en var áætlaður verða 106 m.kr. og var 82% af áætlun. Launakostnaður við barnavernd fór hins vegar 36% fram úr áætlun og varð 28 m.kr.

Á fræðslusviði varð launakostnaður fyrstu átta mánuði ársins 1.013 m.kr. og 6 m.kr. undir áætlun. Þar varð kostnaður við dægradvöl 21 m.kr. og 5 m.kr. undir áætlun ársins.

Launakostnaður á æskulýðs- og íþróttasviði varð 159 m.kr. og var 13 m.kr. undir áætlun eða 8%. Þar munar mestu um að kostnaður við Vinnuskóla varð aðeins 8 m.kr. í stað 18 m.kr. en mun minni starfsemi var í skólanum en gert var ráð fyrir.

DEILA