Snerpa: vefmyndavél við Dynjanda

Ný vefmyndavél Snerpu sem sýnir fossinn Dynjanda og nánasta umhverfi hans var gangsett sl. föstudag.

Slóðin er þessi.

Snerpa á og rekur vélina sem er á þjónustuhúsi Umhverfissstofnunar sem veitti góðfúslega leyfi fyrir nauðsynlegri aðstöðu á húsinu.

Á sama mastri og myndavélin er fest á er einnig loftnet sem veitir WiFi þjónustu til gesta á svæðinu gegn lágu gjaldi í sjálfsafgreiðslu.

Myndavélin er búin snjóbræðslukerfi sem mun koma í ljós í vetur hvernig virkar.

Af öðrum myndavélum hjá Snerpu er að frétta að vefmyndavélin á Flateyri bilaði fyrir nokkru en hún er í eigu Önfirðingafélagsins sem er að skoða hvar nýrri vél er best komið fyrir en hún var á óhentugum stað með tilliti til viðhalds og erfitt að komast að henni. Vonandi birtast því á ný myndir frá Flateyri innan ekki of langs tíma.

DEILA