Ferðafélag Ísfirðinga: Óvissu- og lokaferð ferðaáætlunar 2023 – 1 skór

Myndin er tekin í síðustu óvissuferð félagsins þegar gönguhópurinn hélt út í óvissuna á útsýnispallinum á Bolafjalli.

Laugardaginn 16. september
Fararstjórn: Kemur í ljós!
Mæting: kl. 9 við Bónus Ísafirði.

Þá er komið að óvissuferð Ferðafélags Ísfirðinga sem jafnframt er lokaferð á ferðaáætlun félagsins nú í ár. Það er reyndar ekki loku fyrir það skotið að félagið bjóði upp á ferðir í vetur. Það verður bara að koma í ljós. Mikil spenna og ákveðin dulúð ríkir alltaf yfir þessum svokölluðu óvissuferðum vegna óvissunnar um það hvert verði nú farið og hver verði fararstjóri. Það er hins vegar alveg meitlað í stein að félagið býður alltaf öllum þátttakendum upp á ljúffenga súpu með brauði og ýmsu öðru góðgæti í framhaldi af þeim veitingum eftir gönguna í óvissuferðunum.

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á netfanginu ferdafelag.isfirdinga@gmail.com í síðasta lagi fimmtudaginn 14. september kl. 16.00.

DEILA