Prjónanámskeið fyrir byrjendur og Námsleiðir haustsins hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Nú fara námskeiðin af stað hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eitt af öðru.

Þann 19 september hefst námskeið fyrir þá sem vilja læra að prjóna.

Farið verður yfir undirstöðuatriði og helstu aðferðir í prjóni. Þátttakendur koma sjálfir með garn og prjóna og prjóna húfu. Stuttan hringprjón nr 4 ½ – Drops Nepal eða drops Alaska 2 dokkur.

Kennari er Fríða Rúnarsdóttir og tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30-19:00.

Nú liggur nokkuð fyrir hvaða námsleiðir verða í boði hjá Fræðslumiðstöðinni í haust og um að gera fyrir fólk að kynna sér hvort þar leynast ekki tækifæri.  

Ein af megin stoðunum í starfsemi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða eru námsleiðir sem kenndar eru samkvæmt námskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námsleiðirnar eru stundum kallaðar annað tækifæri til náms en þær eru ætlaðar fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið framhaldsskólanámi. Í gegnum tíðina hafa margir hafa nýtt sér þessar námsleiðir til þess að byggja sig upp, eflast á vinnumarkaði eða komast aftur af stað í námi.

Flestar námsleiðir eru fjarkenndar og því aðgengilegar fólki hvar sem er.

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu Fræðslumiðstöðvar.

DEILA