Tíðarfar í ágúst 2023

Ágúst var hlýr um meginhluta landsins, nema allra austast. Það var óvenju hægviðrasamt og úrkoma undir meðallagi. Það var mjög þurrt fram eftir mánuðinum, sérstaklega á Norður- og Austurlandi.

Á mörgum stöðum féll meirihluti mánaðarúrkomunnar á einum til tveimur sólarhringum seint í mánuðinum.

Meðalhiti í Reykjavík í ágúst var 12,2 stig og er það 1,1 stigi yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 1,2 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Mánuðurinn var 6. hlýjasti ágústmánuður frá upphafi mælinga í Reykjavík. Á Akureyri var meðalhitinn 11,5 stig, 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og einnig 0,7 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára.

Í Bolungarvík var meðalhiti mánaðarins 11,1 stig eða 1,4 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020.

Mánuðurinn var hlýr um meginhluta landsins, nema allra austast. Að tiltölu var mjög hlýtt á Suðvesturlandi, inná miðhálendi og á Vestfjörðum. En að tiltölu kalt á Austfjörðum og á annesjum norðaustanlands. Jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 2,2 stig á Þverfjalli við Skutulsfjörð. Neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,7 stig á Fonti á Langanesi.

Úrkoma var undir meðallagi í ágúst. Það var mjög þurrt fram eftir mánuðinum, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Á mörgum stöðum féll meirihluti mánaðarúrkomunnar á einum til tveimur sólarhringum seint í mánuðinum.

DEILA