HVALVEIÐAR VIÐ ÍSLAND

Hvalveiðar Íslendinga hafa verið mjög í sviðsljósinu undanfarnar vikur og mánuði og hefur Hagstofan tekið saman yfirlit um veiðarnar.

Hvalveiðar voru fyrst stundaðar við Ísland af Böskum og Hollendingum á 17. öld. Norðmenn stunduðu svo hvalveiðar hér á tímabilinu 1883 til 1915 en þá voru hvalveiðar bannaðar.

Íslendingar hófu svo hvalveiðar árið 1948.

Á tímabilinu frá 1948 til 1985 giltu strangar reglur og takmarkanir um hvalveiðar við Ísland en síðan stöðvuðust þær að nýju í framhaldi af ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins 1986.

Takmarkaðar veiðar í vísindaskyni voru heimilaðar næstu árin en hvalveiðar í atvinnuskyni hér á landi hófust svo að nýju árið 2006.

DEILA