Forsetinn á Tálknafirði

Forseti heimsótti Tálknafjörð á ferðsinni um sunnanverða Vestfirði.

Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, tók á móti forseta og fylgdi um byggðarlagið.

Forseti átti hádegisverðarfund með fulltrúum sveitarstjórnar þar sem meðal annars var rætt um fyrirhugaða íbúakosningu um sameiningu Tálknafjarðar við Vesturbyggð. Kosið verður í október.

Því næst heimsótti forseti Tálknafjarðarskóla og hitti þar nemendur og kennara. Birna Hannesdóttir skólastjóri kynnti starfsemi skólans og nemendur sýndu nýsköpunarverk sem allir árgangar vinna saman að.

Forseti fór einnig í Pollinn, heitu laugarnar á útjaðri Táknafjarðar, synti í sjónum og ræddi við Pollavini, sem eiga veg og vanda að viðhaldi aðstöðunnar þar.

DEILA