Tálknafjörður: deilt um forstöðumann íþróttamiðstöðvar

Frá Tálknafirði. Félagsheimilið Dunhagi og grunnskólinn í baksýn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Illa gengur að ráða forstöðumann íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar. Samþykkt hafði verið að ráða umsækjanda um starfið en sá hætti við. Auglýst var að nýju og samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta barst umsókn frá Ísafirði sem ekki var svarað.

Sveitarstjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða ekki í stöðuna svo stöddu. Sveitarstjóra var falið að leita annara leiða er varða stjórn þeirrar starfsemi sem fer fram í Íþróttamiðstöðinni.

Einn sveitarstjórnarmaðurinn Jón Ingi Jónsson lagðist gegn þessari samþykkt og vildi að hætt yrði við breytingar á vetraropnun íþróttahúss. Opnunartími og þjónusta yrði með sama hætti og síðastliðinn vetur.
Einnig að fyrverandi forstöðumaður yrði beðin afsökunar á málsmeðferð sem að umsókn hennar um námsleyfi fékk.
Í framhaldi af því yrði athugað hvort að fyrrverandi forstöðumaður geti aðstoðað með stjórnun íþróttahúss t.d gerð vaktaplana á meðan ekki er starfandi forstöðumaður.

Tillaga Jóns Inga var felld með fjórum atkvæðum gegn einu.

Fyrrverandi forstöðumaður hafði óskað eftir launalausu námsleyfi í eitt ár en því erindi var hafnað og hætti hann þá í kjölfarið.

DEILA