Næst fundað í kjaradeilu sjómanna á mánudag

Kröfum sjómanna var hafnað.

Öllum kröfum sjómanna var hafnað á fundi sjómannaforystunnar og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í gær. Fundað var hjá ríkissáttasemjara og sagði Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur að öllu kröfum hafi verið hafnað. Frá þessu var greint á mbl.is.

Ekki hefur verið fundað síðan 20. desember og verður næsti fundur á mánudaginn kemur. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir í samtali við Ríkisútvarpið að fundurinn á mánudaginn verði ákveðinn úrslitafundur, en þá skýrist betur hvort einhver framvinda verði á kjaradeilunni.

brynja@bb.is

DEILA