Óbyggðanefnd: fullnaðarsigur fyrir Bolungavíkurkaupstað

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavíkurkaupstað. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að úrskurður Óbyggðanefndar i gær hafi verið fullnaðarsigur fyrir sveitarfélagið. Kröfum ríkisins um þjóðlendu í sveitarfélaginu hafi algerlega verið hafnað. Því verði t.d. hvorki Bolafjall né Stigahlíð þjóðlenda.

Kröfur ríkisins tóku mest til fjalllendis og varðandi Bolafjall og Stigahlíð var upphafspunktur í kröfu ríkisins í Kerlingu sem skilur að almenninga og Minnibakka. Þaðan í punkt sem er í beinni línu við Merkjagarð sem ræður merkjum Minnibakka og Breiðabóls beint til fjalls og eftir fjallsbrúnum nágrenninu.

Það er niðurstaða óbyggðanefndar að þegar heimildir um landamerki á Stigahlíð eru metnar heildstætt styðji þær að svæðið sé innan merkja jarða. Hvað varðar aðra hluta ágreiningssvæðisins, þ.e. efstu hluta fjalllendisins, er jafnframt niðurstaða óbyggðanefndar, að fyrirliggjandi heimildir um merki jarða á svæðinu, túlkaðar með hliðsjón af staðháttum, styðji við afmörkun gagnaðila íslenska ríkisins. Því er niðurstaða óbyggðanefndar sú að þjóðlendukröfusvæðið sé að öllu leyti innan merkja jarða.

DEILA