Hafró lýsir eftir strokulöxum

Lax í teljara í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi 22. ágúst 2023. Ytri einkenni geta bent til eldisuppruna.

Í ljósi frétta um slysasleppingar laxa úr sjókvíum telur Hafrannsóknaatofnun rétt að árétta mikilvægi þess að veiðimenn og veiðiréttareigendur séu vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum úr sjókvíum.

Við vöktun á mögulegum áhrifum eldislaxa á náttúrulega laxastofna eru nokkrir þættir vaktaðir.

Nokkrar ár hér á landi eru vaktaðar með fiskteljurum. Fiskteljararnir eru búnir myndavélum sem gefa færi á nákvæmu stofnstærðarmati laxfiska, möguleika á mati á magni lúsa á fiski og greiningum á fiski af eldisuppruna.

Reglubundin söfnun erfðasýna af smáseiðum úr ám er notuð til að fylgjast með mögulegri erfðablöndun. Framkvæmd er erfðagreining á uppruna fiska sem veiðast og taldir eru af eldisuppruna.

DEILA