Forsetahlaup UMFÍ á Patreksfirði 2. september

Forsetahlaup UMFÍ fer fram á Patreksfirði laugardaginn 2. september í samstarfi við Héraðssambandið Hrafna-Flóka á milli klukkan 10:00 – 11:00. 

Forsetahlaupið er árlegur fjölskylduviðburður sem haldinn var í fyrsta sinn á Álftanesi á síðasta ári. Stefnt er að því að hlaupið verði haldið á mismunandi stöðum á landinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður í heimsókn á Vestfjörðum um helgina og mun hann taka þátt í hlaupinu.  

Viðburðurinn er fyrir alla fjölskylduna og eða einstaklinga þar sem tíminn skiptir ekki máli heldur er áhersla á gleði, hreyfingu og samveru – eða hinn sanna ungmennafélagsanda! 

Í Forsetahlaupi UMFÍ velur hver þátttakandi sína hlaupavegalengd og hleypur hann á sínum forsendum. Engin tímataka er á viðburðinum.  

Þrjár vegalengdir verða í boði: 1 km, 2,5 km og 5 km.  

Forsetahlaupið hefst við íþróttamiðstöðina á Patreksfirði og verður hlaupinn einfaldur hringur í bænum. Í stysta hlaupinu eru farnir 500 m frá íþróttamiðstöðinni og snúið við á Aðalstræti. Aðrir hlauparar í hinum hlaupunum fara út Aðalstrætið, beygja niður á Strandgötuna og fara á gatnamótum við Þórsgötuna aftur inn á Aðalstrætið. Þátttakendur í 2,5 km hlaupi enda við íþróttamiðstöðina en þeir í 5 km hlaupi fara tvo hringi.  

Hægt verður að nálgast þátttökuarmbönd í íþróttamiðstöðinni á Patreksfirði á milli kl. 18:00 – 19:00 föstudaginn 1. september og frá kl. 09:00 á laugardagsmorgninum 2. september.  

Skráning er hér á hlaup.is. Þátttökugjald er 2.000 kr. fyrir 18 ára og eldri. Frítt er fyrir yngri þátttakendur. 

Allir frá þátttökuverðlaun. 

DEILA