Súðavík: greitt úr ágreiningi um bílastæði

Leyst hefur verið úr ágreiningi um eignarhald á landi undir bílastæði fyrir Súðavíkurhöfn. Í vor höfust framkvæmdir við bílastæðin en nokkrir sumarbúar í Súðavík gerðu athugasemdir við framkvæmdirnar og sögðu þær í leyfisleysi þar sem ekki hafi farið fram grenndarkynning. Bragi Þór Thoroddsen ssgði framkvæmdirnar vera innan marka skipulagslaga, en voru stöðvaðar af hendi Súðavíkurhrepps vegna ábendinga um eignarhald á nákvæmlega því svæði sem um ræðir. „Þinglýstum gögnum, skráningum og ábendingum hugsanlegra eigenda ber ekki saman“ sagði Bragi Þór í samtali við Bæjarins besta.

Bílastæðamál við höfnina voru að sögn Barga Þórs orðið vandamál, þar sem allir leggja sem næst því plássi sem þeir eru að nota. „Allt að 20 bílum hefur verið lagt víðs vegar um suðurgarð hafnarinnar (tangann) með tilheyrandi vandræðum fyrir alla og ekki síst hindrar það ástand umferð björgunaraðila og slökkviliðs ef á þarf að halda. Eins og ástandið var í vor og fram á sumar hefð ekki verið mögulegt að koma að stærri bílum að hafnarkanti við suðurgarðinn né hefði slökkvilið getað athafnað sig ef eitthvað bregður útaf.“

Bílastæði við Aðalgötu er ætlað hafnasækinni starfsemi og þeim sem þar eiga erindi og rúmar stæðið 20 bíla auk þess sem hægt er að leggja við hliðina á því. Verið er að ganga frá bílastæðinu og verður snyrtilega gengið frá því og er verkið langt komið. 

DEILA