Ísafjarðarbær: selur bifreið

Bæjarráð hefur samþykkt að selja bifreiðina MEJ96 sem er í eignu eignasjóðs. Bifreiðin var keypt í lok árs 2017 og hefur verið notuð fyrir starfsmenn bæjarskrifstofunnar í störfum sínum.

Í vor fór bíllinn í viðgerð til Reykjavíkur, og er viðgerð lokið hjá Heklu hf. Skrifstofurnar hafa verið með bíl í langtímaleigu síðustu mánuði, og gildir leigusamningurinn til 1. október 2023.

Í minnisblaði sviðsstjóra i umhverfis- og eignasviðs að leggja verði mat á það á næstu vikum hvort kaupa skuli nýja bifreið, eða gera rekstrarleigusamning.

Með vísan til reglna Ísafjarðarbæjar, frá 1. nóvember 2018, um sölu á lausafé, skal sala sem vænta má að verði yfir 2.000.000 kr. samþykkt af bæjarstjórn.

DEILA