Frítt í sund á Umhyggjudaginn 26. ágúst

Umhyggja, félag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, stendur fyrir Umhyggjudeginum sem haldinn er víðs vegar um land laugardaginn 26. ágúst.

Í tilefni dagsins verður frítt í sund í sundlaugum Ísafjarðarbæjar. Á Drangsnesi verður frítt í sund frá kl. 14.00-16.00.

Börn sem mæta í sund þennan dag fá einnig gefins sundpoka með glaðningi, meðan birgðir endast.

Umhyggjudagurinn er haldinn með það að markmiði að vekja athygli á Umhyggju og starfinu sem félagið sinnir fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. 

DEILA