Blúshátíð á Patreksfirði á föstudag og laugardag

Blús milli fjalls og fjöru hefur fest sig í sessi og 12. blúshátíðin verður haldin um næstu helgi og þá flykkist fólk á Patreksfjörð til að njóta góðrar tónlistar.

Á föstudagskvöldinu þann 25. ágúst koma fram tvær hljómsveitir, þar er fyrst á svið hljómsveit sem flytur eingöngu lög Rolling Stones og nefnist hún Keith og strákarnir. Þarna eru eldhressir og reyndir hljóðfæraleikarar á ferð sem eru miklir aðdáendur Rollingana. Það er gaman að geta þess að bassaleikari bandsins er Patreksfirðingur.

Seinna bandið er óþarfi að kynna fyrir þjóðinni, Langa Sela og Skugganna. Þetta band er ekki nýtt af nálinni, það byrjaði 1988 í Reykjavík og starfaði um árabil sem Rokkabill band, enn lítið fór fyrir þeim um tíma og kom aftur samann 2009. Síðan eins og landsmenn þekkja tóku þeir þátt í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva síðastliðið vor og lenti þar í öðru sæti og njóta mikilla vinsælda um þessar mundir.

Laugardagskvöldið 26. ágúst koma einnig fram tvær hljómsveitir. Krummi Björgvins ásamt sínu bandi mun skemmta gestum með nokkrum kántrýlögum ef að líkum lætur, en hann er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.

Síðasta hljómsveitin á svið eru blushundarnir í Ebenezer. Bandið er skipað landsþekktum listamönnum en þeir hafa allir komið áður og spilað á hátíðinni en þá með öðrum böndum.

DEILA