Arctic Fish: enginn sleppilax í netin

Í Bolungavíkinni er björgulegt lífið og blátt yfir að líta. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Enginn lax kom í útlögð net við eldiskví Arctic Fish í Patreksfirði þar sem tvö lítil göt fundust á sunnudaginn. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar segir að kannað verði aftur í dag hvort lax veiðist í netin.

Starfsemi laxasláturhúss Arctic Fish í Bolungavík er að nálgast full afköst og er slátrað um 70 tonnum af eldislaxi á dag. Þessa vikuna fara 4 flutningabílar á dag suður með lax og verða 5 bílar á dag í næstu viku. Daníel segir að allt gangi vel í sláturhúsinu og vélar og búnaður virki eins og vonast var til. Helst er það skortur á starfsfólki sem hamlar m.a. vegna sumarleyfa og ljóst væri að það vantar fleira fólk til starfa.

DEILA