Árneshreppur vill sameinast

Frá Árneshreppi. Mynd: Hrafn Jökulsson.

Hreppsnefnd Árneshrepps ákvað á fundi sínum 9. ágúst 2023 að senda frá sér eftirfarandi ályktun:


„Mikil umræða hefur átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga síðustu ár. Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir sem þó hafa ekki enn leitt til niðurstöðu í stærra samhengi. Vegna fámennis sveitarfélagsins hefur Árneshreppur ekki haft frumkvæði að viðræðum við önnur sveitarfélög.

Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti einróma á fundi sínum að lýsa yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög og jafnframt óska eftir að fá að fylgjast með umræðum í nágrannasveitarfélögum. „

Á Vestfjörðum eru átta sveitarfélög auk Árneshrepps en það eru Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Ísafjarðarbær, Vesturbyggð, Tálkanfjarðarhreppur, Bolungarvík og Súðavík.

Þrjú fyrst töldu sveitarfélögin liggja að Árneshreppi.

 

DEILA