Fimmtudaginn 24. ágúst leikur tríó píanóleikarans Benjamíns Gísla Einarssonar tónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Tónleikarnir eru liður í röð þriggja jazz tónleika í Edinborg í ágúst með hljómsveitum sem koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur. Jafnframt eru tónleikarnir hluti af útgáfutúr sveitarinnar í tilefni útgáfu fyrstu plötu Benjamíns, Line Of Thought. Platan er gefin út í samstarfi við Reykjavík Record Shop og Fjorgata Records. Með Benjamín Gísla leika þau Andreas Solheim á kontrabassa og Veslemøy Narvesen á trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og miðaverð er 2.500 kr.
Með hrífandi hljómi, sterkri nærveru og grípandi tónsmíðum nær Tríó Benjamíns Gísla að fanga áhorfandann frá fyrsta hljómi. Tónlistin byggir á norrænu djass hefðinni en er einnig innblásin af ljóðrænum laglínum Bill Evans, melankólískum leik Esbjörns Svenssons tríós og frjálsum spuna Cörlu Bley. Tónsmíðar Benjamíns Gísla taka hlustandann á ferðalag þar sem spilað er á heim tilfinninga og hugarástands. Fallegar og töfrandi laglínur, með impressionískum hljómum ásamt taktföstu hljóðfalli, öðlast tilveru með samspili hljóðfæraleikaranna þriggja.
Benjamín Gísli Einarsson er píanóleikari og tónskáld búsett í Noregi. Hann virkur í norsku tónlistarsenunni og kemur þar reglulega fram á stærstu djasstónlistar hátíðunum og klúbbunum þar í landi. Benjamín Gísli gaf nýlega út plötur með hljómsveitunum Bliss Quintet og Bento Box Trio sem hafa hlotið góða dóma í Jazz Wise (UK), Jazznytt (NO) og Ballade (NO).
Hér má hlusta á Benjamín Gísli Trior:
https://sptfy.com/NzvQ
https://www.youtube.com/@BenjaminGisli
Www.benjamingisli.com
Benjamín Gísli Einarsson – píanó og lagasmíðar
Andreas Solheim – kontrabassi
Veslemøy Narvesen – trommur og sög