Lögreglan heldur fundi

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum, sem haldinn var í félagsheimilinu á Patreksfirði.

Mikill hugur í samstarfsaðilum á Vestfjörðum í baráttu gegn ofbeldi og afbrotum.

Fimmtudaginn 17. ágúst sl. stóð lögreglustjórinn á Vestfjörðum fyrir samráðsfundi lykilaðila í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.

Um var að ræða samskonar fundi og haldnir voru fyrr í sömu viku á Hólmavík og Ísafirði.

Á fundinn mættu fulltrúar skólanna í sveitarfélögunum, fullrúar sveitarstjórna, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, lögreglunni á starfsstöðinni á Patreksfirði, félagsþjónustunni og barnavernd.

Á fundinum voru einnig verkefnisstjórar frá ríkislögreglustjóra, félagsráðgjafar á bráðamóttöku Landspítala og deildarstjóri Bjarkahlíðar.

Rætt var um nánara samstarf varðandi afbrotavarnir og ekki síst hvað varðar ofbeldisbrot.

Ætlunin er að stofna undirbúningshóp sem vinnur verkefnið lengra.

DEILA