Íbúafundur í Árneshreppi : frestun Veiðileysiháls reiðarslag

Í síðustu viku stóð verkefnisstjórnin áfram Árneshreppur fyrir íbúafundi og var farið yfir stóru mynd þess hvernig til hefur tekist, en verkefnið hefur verið starfrækt á sjöunda ár. Það er skipað fulltrúum Byggðastofnunar, Vestfjarðastofu og sveitarfélagsins. Verkefnið er undir hatti Brothættra byggða hjá Byggðastofnun og eru slík verkefni unnin í samvinnu við landshlutasamtökin. 

 Þær merku framkvæmdir sem hafa átt sér stað á tíma verkefnisins eru lagning þriggja fasa rafmagns og ljósleiðara, sem er nú langt komið.Þá hefur verið gerð bragarbót á vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í hreppinn þar sem síðastliðna tvo vetur hefur verið hægt að aka þangað að vetrarlagi.

Það var hugur í heimafólki en óneitanlega setti svip sinn á fundinn, segir í frásögn starfsfólks Vestfjarðastofu af fundinum, „það reiðarslag sem varð við birtingu á drögum að samgönguáætlun fyrr í sumar er í ljós kom að búið væri að fresta vegbótum á Veiðileysuhálsi aftur til ársins 2029.“

 

DEILA