Hnífsdalur: þarf breytingu á aðalskipulagi

Bakkaskjól. Mynd: Ísafjarðarbær.

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að Bakkaskjól sé samkvæmt aðalskipulagi á lóð undir þjónustustarfsemi. Ef önnur starfsemi eigi að fara fram í húsinu og nærumhverfi þurfi að óska eftir breytingu á skipulagi. „Hæstbjóðandi er upplýstur um áhyggjur íbúa af framtíðarnotkun hússins og að gera þurfi breytingar á skipulagi ef breyta á notkun þess.“

Um samráð við íbúa í Hnífsdal segir í svari bæjarstjóra að í „aðdraganda á sölu á Bakkaskjóli áttum við samráð við formann hverfisráðsins í Hnífsdal og formann kvenfélagasins Hvatar og kynntum þeim þá hugmynd að Bakkskjól yrði selt og andvirði sölunnar yrði varið til endurbóta annarra fasteigna Ísafjarðarbæjar í Hnífsdal t.a.m. Félagsheimilisins.“

DEILA