Jötunn í Arnardal, einstakur veitingastaður

Albert Eiríksson, matarbloggari fjallar um veitingastaðinn Jötunn í Arnardal í nýjustu færslu sinni í tilefni af því að staðurinn opnaði einmitt 16. ágúst á sínum tíma. Albert segir staðinn einstakan „gömul hlaða og fjós, þannig að plássið er nægilegt og heldur betur orðið kósí, „hlýlegt/gróft“ og útsýnið er himneskt yfir Djúpið.“

„Þar býður Henrý Ottó meðal annars upp á þrenns konar þriggja rétta „set-menus“ (fyrirfram ákveðna) matseðla. Sá fyrsti er með kjötréttum, annar með fiskréttum og sá þriðji vegan. Eitthvað fyrir alla, konur og kalla! Þeir eru allir góðir, skiptir ekki máli hvort við erum kjötætur, fiskætur eða vegan.“

Mælir Albert með veitingastaðnum fyrir heimamenn, gesti og ferðafólk og segir hann frábæra viðbót við veitingahúsaflóruna á Ísafirði.

DEILA