Marsellíus S. G. Bernharðsson skipasmíðameistari á Ísafirði var fæddur 16. ágúst 1897 að Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Hann lést þann 2. febrúar 1977 á Ísafirði.
Hann flutti með fjölskyldu sinni að Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði þegar hann var 8 ára, en flutti á Ísafjörð innan við tvítugt og bjó þar upp frá því.
Hann kynntist þar Albertu Albertsdóttur, sem var ung ekkja með 3 börn. Þau gengu í hjónaband á Sjónarhæð þann 3. júní1927. Fyrstu 15 árin bjuggu þau að Aðalstræti 15, en reistu sér svo íbúðarhúsið að Austurvegi 7, sem þau fluttu í 16. september 1943. Þá höfðu þau eignast 10 börn, en missst tvö börn. Fjölskyldan sem flutti úr Miðkaupstað í Hæstakaupstað samanstóð þá af þeim hjónum og 11 börnum.
Hann hóf skipasmíðar sínar fyrir utan heimili þeirra í Miðkaupstað, en flutti stöðina sína niður í Neðstakaupstað í lok 4.áratugarins.
Á 7. áratugnum hóf M. Bernharðsson hf smíði stálskipa í Naustinu, neðar á Suðurtanganum, þar var einnig reist dráttarbraut og stálskemma sem hefur alltaf verið nefnd Hveragerði á meðal fjölskyldunnar. Það heiti tengist bróður hans Finni Guðna sem vann hjá bróður sínum, aðstoðaði við húsbygginguna á Austuveginum og bjó þar til dauðadags. Síðustu árin átti Finnur við veikindi að stríða og fór á Náttúrulækningastofnunina í Hveragerði, þar sem hann dvaldi um tíma. Honum líkaði dvölin vel og dásamaði staðinn.
Upplýsingar af Facebook síðu Áslaugar Helgudóttur
Skráð af Menningar-Bakki.
Hér situr Marsellíus fyrir framan smiði sína sennilega sumarið 1943 í baksýnd sjást böndin á báti sem ný byrjað er á. Mennirnir á myndinni eru talið frá vinstri:
Sigurður Bentsson, Guðmundur Marsellíusson, Skúli Þórðarson, Pétur Einarsson, Gunnar Sigurðsson, Danfel Rögnvaldsson, Guðmundur E. Guðmundsson, Óskar Sigurðsson, Finnur Bernharðsson, Ásgeir Sigurðsson, Ólafur Ólafsson, Skúli Skúlason, Einar Garibaldason, Guðmundur J. Guðmundsson, Marinó Víborg og Guðmundur Kristjánsson.